Föstudagur, ágúst 22, 2025
HomeÓflokkaðLOVE - Sextett Stefáns Ómars

LOVE – Sextett Stefáns Ómars

-

L-O-V-E er þekkt lag sem margir krúnerar hafa spreytt sig á, samið af þýska hljómsveitarstjóranum, hvers nafn minnir helst á mygluost, Bert Kaempfert við texta Mitt Gabler. Kaempfert þessi sló fyrst í gegn með laginu Wonderland by night, en fleiri fylgdu í kjölfarið s.s Strangers in the night, sem Frank Sinatra gerði heimsfrægt, Elvis Presley lagið Danke Schoen og Spanish Eyes sem þekktast var í flutningi Engilberts Humperdink. Ánægðastur mun Berti hafa orðið með samstarfið við Nat King Cole, sem gerði lagið heimsfrægt, fyrst á ensku í Bandaríkjunum og Bretlandi, en síðar söng hann lagið með frönskum, spænskum, þýskum, ítölskum og að lokum japönskum texta.

Hér flytur Sextett Stefáns Ómars lagið, og söngvarinn knái er sonur Stefáns, Eiríkur Rafn sem einnig leikur á trompet og kennir á það hljóðfæri. Upptakan var gerð á swing-balli í Hafnarborg.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here

- Advertisment -
Google search engine

Af handahófi

Útskrift Flensborgarskólans 1990 kaffisamsæti

0
Myndband frá útskrift nemenda í Flensborgarskólanum 1990. Kristján Bersi Ólafsson stýrði athöfninni í salnum í glæsilegum sal hinnar nýbyggðu Hafnraborgar (sjá annað myndband) Eftir...

Öskudagsgleði