Í þessum þætti ræða Halldór Árni og Helgi Ragnar Sverrisson við Kristján Bersa Ólafsson, fyrrverandi skólameistara Flensborgarskólans. Spjallið helgast að mestu um starf hans þar og þróun skólans frá fyrsta kennaraskóla landsins, yfir í gagnfræðaskóla, og að lokum fjölbrautarskóla. En meðframleiðandi Halldórs að þættinum um Bersa, Helgi Ragnar Sverrisson, spurði hann einnig um dulræna reynslu hans. Þátturinn er tekin upp á heimili Kristjáns Bersa á Tjarnargötunni, en hann lést 2013, 75 ára að aldri.

Af handahófi
Verkefninu Brúkum bekki hleypt af stokkunum 24.06.2013.
Brúkum bekki er frábært verkefni unnið að frumkvæði Öldungaráðs, Félags eldri borgara í Hafnarfirði og Félags sjúkraþjálfara í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Í gær (24....