Föstudagur, ágúst 22, 2025

Hafnfirsk sjónvarpssyrpa 1993

-

Í þessum þætti, sem fór í loftið um vorið 1993 var fylgst með afhendingu íbúða í Höfn við Sólvangsveg á sumardaginn fyrsta, þar sem Þrestirnir sungu og Hörður Zóphaniasson afhenti fyrstu lyklana.

Í Hafnarborg léku þau Rúnar Óskarsson klarinettuleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari fyrir okkur Fantasiestykke eftir Carl Nielsen, en þau voru að undirbúa tónleika með Synfóníuhljómsveit Íslands vegna lokaprófa þeirra í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Þar var einnig Gunnar Hjaltason, gullsmiður og listmálari sem sagði frá sýningu sinni.

Hafnarfjarðar apótek fagnaði 75 ára afmæli sínu og á sumardeginum fyrsta fylgdumst við með víðavangshlaupinu í Strandgötu og ræddum við Loga Tryggvason sem sigraði í flokki 10-12 ára, og Ásgeir Örn Hallgrímsson í flokki 8-9, en hann átti síðar langan og merkilegan feril sem atvinnumaður og landsliðsmaður í handbolta og þjálfar nú meistardeild Hauka.

Við mynduðum endurnýjun á öllum innviðum í Sparisjóðnum á Strandgötu, en innviðagjöldin greiddu bæjarbúar nokkrum árum síðar. Þá er viðtal við Dag Jónsson úr Fiskakletti um Íslandsmót í klifri, en við endum þessa syrpu með afmælisbarni dagsins, Ingibjörgu Ásgeirsdóttur á Heilsugæslunni, þegar samstarfsfólkið færðii henni „kaldar“ kveðjur. Ingibjörg er móðir Ásgeirs Arnar, sem áður er getið.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here

- Advertisment -
Google search engine

Af handahófi

Öskudagsgleði

0
Hér er myndband frá Öskudegi 1997 í Kaplakrika. Andri Bachmann, Helga Möller, Svenni Guðjóns og Dóri úr Gömlu brýnunum sáu um stuðið á gólfinu....