Einn þeirra sem settu mestan svip á bæjarlífið á árum áður, var blómasalinn Stefán Hermanns, oftast kenndur við blómabúð sína, Stefánsblóm. Stefán var vinamargur og vel liðinn hvar sem hann kom. Hann átti við heilsubrest að stríða síðustu árin og varð að ferðast á milli staða í hjólastól. Það aftraði honum ekki í að hitta fólk og sækja veitingahús, veitingastaði, fermingar- og afmælisveislur. Því hann var hrókur alls fagnaðar og þótti ekki verra ef vín glóði á skál. Þegar kom að sextugsafmæli Stebba ákváðu vinir, vandamenn og ástkært umönnunnarfólk í samvinu við vin hans Jóa í Fjörukránni, að halda almennilegt partí í sumarblíðunni á Fjörustræti. Þessi síðdegisstund sem Bjaldvin Jónsson stýrði af mýkt, húmor og röggsemi, verður lengi höfð í minnum og margir urðu til að mæra Stefán með ræðum og söng.
Af handahófi
Útskrift Flensborgarskólans vorið 1990
Myndband frá útskrift nemenda í Flensborgarskólanum 1990. Kristján Bersi Ólafsson stýrði athöfninni í glæsilegum sal hinnar nýbyggðu Hafnraborgar. Eftir útskrifina var boðið eftir til...






