Á 75 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar 1983 var haldin vikulöng afmælisveisla þar sem hápunkturinn var hátíðarfundur bæjarstjórnar, og skemmtun í kjölfarið í íþróttahúsinu við Strandgötu. Öllum bæjarbúum var boðið að vera viðstaddir og var húsfyllir. Meðal skemmtiatriða var atriði sem þrír þáverandi bæjarfulltrúar áttu heiðurinn að, en þar flutti Ellert Borgar Þorvaldsson gamanvísur Harðar Zophaníassonar um félaga þeirra í bæjarstjórn, en undirleikarinn var bæjarfulltrúinn Markús Á. Einarsson.
Af handahófi
Helgi Hós og Palli Lamba
Allir sem vettlingi gátu valdið fjölmenntu í glæsilega 200 ára afmælisveislu Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1986 - líka Hafnfirðingar. Þegar staulaðist með níðþunga Hitachi lampamyndavélina...