Á 75 ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar 1983 var haldin vikulöng afmælisveisla þar sem hápunkturinn var hátíðarfundur bæjarstjórnar, og skemmtun í kjölfarið í íþróttahúsinu við Strandgötu. Öllum bæjarbúum var boðið að vera viðstaddir og var húsfyllir. Meðal skemmtiatriða var atriði sem þrír þáverandi bæjarfulltrúar áttu heiðurinn að, en þar flutti Ellert Borgar Þorvaldsson gamanvísur Harðar Zophaníassonar um félaga þeirra í bæjarstjórn, en undirleikarinn var bæjarfulltrúinn Markús Á. Einarsson.
Af handahófi
Útskrift Flensborgarskólans vorið 1990
Myndband frá útskrift nemenda í Flensborgarskólanum 1990. Kristján Bersi Ólafsson stýrði athöfninni í glæsilegum sal hinnar nýbyggðu Hafnraborgar. Eftir útskrifina var boðið eftir til...






