Vorið 2022 ákvað Hafnarfjarðarhöfn að fá mig til að gera heimildarmynd sem tæki upp þráðinn frá myndinni um sögu hafnarinnar á 100 ára afmælinu 2009, en jafnframt yrði langri sögu Sjómannadagsins í Hafnarfirði gerð skil. Til þess tók ég þá tali sjómannskempurnar Högna Sigurðsson og Karel Karelson, sem í áratugi komu að skipulagi hátíðarhaldanna, einkum Karel. Hann reyndist afar vel í söfnun heimilda, ekki síður en hafnarstjórinn Lúðvík Geirsson.
Síðasti hluti myndarinnar er kynning á umbyltingu og skipulagi Suðurbakkans og Flenborgarhafnar, en þar naut ég aðstoðar formanns hafnarstjórnar, Kristínar Thoroddsen og Lúðvíks, en að auki ræddi ég við Valgerði Sigurðardóttur, sem um árabil var formaður hafnarstjórnar.
Myndin var frumsýnd í Bæjarbíói vorið 2022.