Þriðjudagur, október 7, 2025
HomeÓflokkaðFélagsfundur FEBH um húsnæðismál 4. september 2025

Félagsfundur FEBH um húsnæðismál 4. september 2025

-

Hér má skoða upptöku af félagsfund FEBH frá 4. september sl. um húsnæðismál félagsins, sem eru í uppnámi eftir að upplýst var að eigandi fasteignarinnar að Flatahrauni 3, Verkalýðsfélagið Hlíf, hefði sagt upp leigusamningi við Hafnarfjarðarbæ, sem greitt hefur leigu fyrir félagsstarfið til margra ára. Þetta kom stjórn FEBH í opna skjöldu, en fram hefur komið að Hlíf lét Hafnarfjarðarbæ vita um þessa fyrirætlan fyrir ári síðan.

Valgerður Sigurðardóttir, formaður FEBH rakti málið út frá sjónarhóli félagsins, og sérstakur gestur fundarins, Valdimar Víðisson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, greindi frá sjónarmiðum bæjarins og hvað væri verið að vinna í leit að hentugu húsnæði. Nokkrir stjórnarmenn og félagar í FEBH tóku til máls, en fundarstjóri var Jóna Ósk Guðjónsdóttir.

Halldór Árni.

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here

- Advertisment -
Google search engine

Af handahófi